top of page

1717 er hjálparsími rauða krossins, þau bjóða upp á bæði hjálparsíma og netspjall sem kostar ekkert, alveg nafnlaust og í algjörum trúnaði. það er alltaf opið, alla daga ársins, allan sólahringinn. Það eru sjálfboðaliðar sem svara þeir eru búnir að fara í námskeið.

Sálfræðingar

Það eru sálfræðingar sem geta hjálpað bæði í heilsugæslunni niðrí mjódd og í hraunbergi 6, efra breiðholti.

Leið til að hjálpa við kvíðakast

Barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL)

BUGL er með allskonar teymi til að hjálpa eins og t.d. átröskunarteymi og bráðateymi, átröskunarteymið er sérhæft teymi sem veitir bæði meðferð og greiningu fyrir börn og unglinga með átröskun, bráðateymið er fyrir börn og unglinga sem er með bráðan geðrænan vanda, bráðateymiðið tekur á móti símtölum og  metur hvort ráðgjöf eða innlögn þurfi. Bráðaþjónusta við dalbraut er opin frá 8:00 til 16:00 virka daga s.543 4300 eða legudeild BUGL   s.543 4320 / 543 4338

Fjölskylda

Fjölskyldumeðlimur sem þú treystir hvort sem það er mamma eða fjarskyldur frændi.

Skóli

Þú getur talað við fólkið í skólanum eins og t.d. Kennara, hjúkrunafræðing eða námsráðgjafa. Námsráðgjafi ber þagnarskyldu svo þú getur talað við hann í trúnaði.

Sjálfstyrkingarnámskeið

Það eru til mörg sjálfstyrkingarnámskeið sem geta hjálpað eins og t.d.hjá núvitundasetrinu, kvíðameðferðastöðinni og hjá lausnin fjölskyldu og áfallamiðstöð.

Hugleiðslu app

Headspace er bæði vefsíða og app sem við mælum með þetta er hugleiðslu app sem getur hjálpað manni að slaka á og róa kvíða .

All Videos

All Videos

bottom of page